Fótbolti

Heiðar og félagar nálgast Úrvalsdeildina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adel Taarabt skoraði tvívegis fyrir QPR í dag. Mynd. / Getty Images
Adel Taarabt skoraði tvívegis fyrir QPR í dag. Mynd. / Getty Images
QPR mistókst í dag að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-2 jafntefli við Cardiff í ensku Championship deildinni.



Með sigri hefði QPR tryggt sæti sitt meðal þeirra bestu á næstu leiktíð, en allar líkur eru á því að það gerist innan tíðar. Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR og lék allan leikinn.



Cardiff komst tvisvar yfir í leiknum en QPR komu í bæði skiptin til baka og jöfnuðu metin. Adel Taarabt, leikmaður QPR, skoraði bæði mörk gestanna, en hann hefur átt hreint út sagt stórkostlegt tímabil.



Heiðar Helguson fékk algjört dauðafæri undir lok leiksins en skaut í hliðarnetið.

QPR er enn í efsta sæti deildarinnar átta stigum á undan Cardiff og getur með sigri gegn Hull í næstu umferð tryggt sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×