Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða KMU skrifar 24. apríl 2011 19:10 Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús. Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús.
Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30