Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða KMU skrifar 23. apríl 2011 18:50 Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp. Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp.
Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30