Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða KMU skrifar 23. apríl 2011 18:50 Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp. Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp.
Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30