Íslenski boltinn

Arnar Sveinn: Vorum heppnir að hanga inni í leiknum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Arnar Sveinn sækir hér að Fylkismanninum Þóri Hannessyni í leiknum.
Arnar Sveinn sækir hér að Fylkismanninum Þóri Hannessyni í leiknum. Mynd/Stefán
„Þetta var frábær sigur en við vorum heppnir að hanga hreinlega inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við erum alvöru lið og sættum okkur ekki við að vera undir. Við efldumst eftir því sem að leið á leikinn og áttum sigurinn skilinn,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson eftir að Valur varð Lengjubikarmeistari karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Fylki í framlengdum leik.

„Við lítum mjög vel út fyrir tímabilið en það er eitt að spila vel á undirbúningstímabilinu og annað gera það svo í deildinni. Við munum mæta einbeittir inn í tímabilið og ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Arnar Sveinn sem var virkilega ánægður með að sjá allan þann fjölda Valsmanna sem mætti í Kórinn í kvöld.

„Það var frábært að sjá svona marga Valsmenn styðja okkur og ég man hreinlega ekki eftir svona góðum stuðningi á undirbúningstímabilinu. Þetta er vonandi það sem koma skal hjá liðinu á tímabilinu og líka hjá stuðningsmönnum Vals. Það er kominn tími til að gera Hlíðarenda að alvöru vígi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×