Innlent

Gunnar hjá lögreglu vegna ásakana um kynferðisbrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Þorsteinsson neitar ásökununum.
Gunnar Þorsteinsson neitar ásökununum.
Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður í Krossinum, mætti í morgun í skýrslutökur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ásakana um kynferðisbrot. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa nokkrir safnaðarmeðlimir úr Krossinum sakað Gunnar um kynferðislega áreitni. 

Gunnar neitar ásökununum. Hann sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok nóvember að hann væri niðurbrotinn maður vegna ásakananna. Á meðal kvennanna sem saka Gunnar um brot gegn sér eru tvær fyrrverandi mágkonur hans.

Brynjar Níelsson, verjandi Gunnars, fylgdi honum í skýrslutökunar. Fram kemur á fréttavefnum Pressunni að Gunnar hafi mætt á lögreglustöðina við Hverfisgötu á tíunda tímanum í morgun. Brynjar segir í samtali við Vísi að skýrslutökunum ljúki fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×