Enski boltinn

Kranjcar vill losna frá Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Niko Kranjcar.
Niko Kranjcar.
Króatinn Niko Kranjcar ætlar að komast frá Tottenham um helgina og hefur sett stefnuna á að spila á Ítalíu næsta vetur.

Kranjcar kom frá Portsmouth árið 2009 en hefur ekki fengið þau tækifæri sem hann vonaðist eftir. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu tvisvar í vetur.

Werder Bremen reyndi að kaupa hann í janúar en þá vildi Spurs ekki selja.

Króatinn mun setjast niður með Harry Redknapp, stjóra Tottenham, eftir tímabilið þar sem hann mun formlega fara fram á að vera settur á sölulista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×