Enski boltinn

Fer Lehmann í byrjunarliðið hjá Arsenal?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jens Lehman er klár í slaginn.
Jens Lehman er klár í slaginn. Nordic Photos/Getty Images
Bresku blöðin gera því skóna í dag að þýski markvörðurinn Jens Lehmann verði í byrjunarliðinu hjá Arsenal þegar liðið leikur næst í ensku úrvalsdeildinni.

Spánverjinn Manuel Almunia gerði skelfileg mistök í 2-2 jafntefli Arsenal gegn West Brom í gær og er talið að þolinmæði Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, sé á þrotum. Jens Lehman, sem hætti í knattspyrnu fyrir níu mánuðum, er því líklegur til að taka sæti hans í næsta leik er liðið mætir Blackburn Rovers á heimavelli þann 2. apríl.

Lehmann, sem er 41 árs gamall, kom til Arsenal vegna mikilla meiðsla meðal markvarða félagsins og gæti nú átt í vændum magnaða endurkomu í ensku úrvalsdeildina.

„Ég vil ekki fara út í gagnrýni á frammistöðu einstaklinga," sagði Wenger eftir leikinn. „Það sem var gott í okkar frammistöðu er að við börðumst. Það verður áhugavert að fylgjast með liðinu það sem eftir er af leiktíðinni því við erum mjög einbeittir og erum tilbúnir til að berjast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×