Enski boltinn

Byrjunarlið Chelsea og Man. City kosta 67 milljarða

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Torres kostaði 50 milljónir punda.
Torres kostaði 50 milljónir punda. Nordic Photos/Getty Images
Tvö ríkustu knattspyrnulið Englands, Chelsea og Manchester City, mætast í dag á Stamford Brigde í London. Bæði lið eru í eigu milljarðamæringa og sést það þegar litið er til kostnaðar liðanna. Í samantekt Daily Mail kemur í ljós að byrjunarlið þessara tveggja félaga kosta samanlagt 67 milljarða íslenskra króna.

Chelsea er með dýrara byrjunarlið en það kostar 192 milljónir punda eða 34,5 milljarðar króna. Ef bekkurinn er tekinn með í reikninginn þá kostar Chelsea-liðið samtals um 49 milljarða króna og heildarlaunakostnaður lfélagsins vegna leikmannahópsins er 261 milljónir á viku.

Byrjunarlið Manchester City kostar 179,7 milljónir punda eða 32,3 milljarða króna og ef bekkurinn er tekinn með þá kostar liðið 45 milljarða króna. Heildarlaunakostnaður félagsins vegna leikmannahópsins er 290 milljónir á viku.

Manchester City:


Nafn - Kaupverð - Laun á viku

J. Hart - £0,7m - £30 þús.

M. Richards - £0 - £55

V. Komapany - £6m - £40

J. Lescott - £22m - £90

A. Kolarov - £18m - £100

J. Milner - £26m - £100

N. de Jong - £17m - £90

G. Barry - £12m - £100

D. Silva - £26m - £160

E. Dzeko - £25m - £100

C. Tevez - £25m - £150

Samtals: £179,7m - £1,015m

Bekkurinn:


Taylor - £O - £20

Zabaleta - £6,5m - £40

Wright Philips - £8,5m - £70

Y. Toure - £24m - £220

Balotelli - £24m - £130

Johnson - £7m - £30

Viera - £0 - £100

Samtals: £70m - £600.000

Chelsea:


Nafn - Kaupverð - Laun á viku

P. Cech - £7m - £90 þús.

B. Ivanovic - £8m - £55

J. Terry - £0 - £150

A. Cole - £25m - £120

D. Luiz - £21,5m - £75

F. Lampard - £11m - £140

Ramires - £17m - £40

M. Essien - £24m - £60

F. Malouda - £13,5m - £60

F. Torres - £50m - £175

N. Anelka - £15m - £90

Samtals: £192 - 1.055m

Bekkurinn:


Turnbull - £0 - £20

Zhirkov - £18m - £60

Bosingwa - £16m - £75

Kalou - £8m - £60

Mikel - £16m - £70

Drogba - £24m - £100

McEachran - £0 - £10

Samtals: £82m - £395.000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×