Fótbolti

Alfreð og félagar keppa um titilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason og félagar í Lokeren unnu góðan sigur, 2-0, á St. Truiden í dag og fara því í umspil um titilinn. Alfreð var í byrjunarliði Lokeren en var tekinn af velli eftir klukkutímaleik.

Belgía býður upp á ansi sérstakt fyrirkomulag sem á sér fáar hliðstæður.

Í umspilinu mætast sem sagt sex efstu lið deildarinnar og spila um titilinn. Liðin taka þess utan helming þeirra stiga sem þau fengu í deildarkeppninni inn í umspilið.

Þar spila liðin heima og heiman og eftir þessa úrslitakeppni fæst meistari. Afar skemmtilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×