Úrsögn Lilju og Atla kom þingflokki VG í opna skjöldu 21. mars 2011 11:30 Ráðherrar VG. Þeim brá meðal annars þegar þeir heyrðu fréttirnar í morgun. Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu. Það er Smugan sem greinir frá þessu. Þar segir ennfremur að þingmenn VG hafi fyrst heyrt af málinu í kjölfar tilkynningar sem send var á alla fjölmiðla nú í morgun. Búist er við yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna í hádeginu að loknum blaðamannafundi Lilju og Atla en þau hafa boðað til fundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf. Allir aðrir þingmenn Vinstri grænna utan Lilju og Gísla eru á fundinum, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason sem greiddi ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu fremur en Lilja og Atli og hefur verið gagnrýninn á stjórnarsamstarfið í ljósi umsóknarinnar um aðild að ESB. Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu. Það er Smugan sem greinir frá þessu. Þar segir ennfremur að þingmenn VG hafi fyrst heyrt af málinu í kjölfar tilkynningar sem send var á alla fjölmiðla nú í morgun. Búist er við yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna í hádeginu að loknum blaðamannafundi Lilju og Atla en þau hafa boðað til fundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf. Allir aðrir þingmenn Vinstri grænna utan Lilju og Gísla eru á fundinum, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason sem greiddi ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu fremur en Lilja og Atli og hefur verið gagnrýninn á stjórnarsamstarfið í ljósi umsóknarinnar um aðild að ESB.
Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39
Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01