Úrsögn Lilju og Atla kom þingflokki VG í opna skjöldu 21. mars 2011 11:30 Ráðherrar VG. Þeim brá meðal annars þegar þeir heyrðu fréttirnar í morgun. Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu. Það er Smugan sem greinir frá þessu. Þar segir ennfremur að þingmenn VG hafi fyrst heyrt af málinu í kjölfar tilkynningar sem send var á alla fjölmiðla nú í morgun. Búist er við yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna í hádeginu að loknum blaðamannafundi Lilju og Atla en þau hafa boðað til fundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf. Allir aðrir þingmenn Vinstri grænna utan Lilju og Gísla eru á fundinum, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason sem greiddi ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu fremur en Lilja og Atli og hefur verið gagnrýninn á stjórnarsamstarfið í ljósi umsóknarinnar um aðild að ESB. Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu. Það er Smugan sem greinir frá þessu. Þar segir ennfremur að þingmenn VG hafi fyrst heyrt af málinu í kjölfar tilkynningar sem send var á alla fjölmiðla nú í morgun. Búist er við yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna í hádeginu að loknum blaðamannafundi Lilju og Atla en þau hafa boðað til fundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf. Allir aðrir þingmenn Vinstri grænna utan Lilju og Gísla eru á fundinum, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason sem greiddi ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu fremur en Lilja og Atli og hefur verið gagnrýninn á stjórnarsamstarfið í ljósi umsóknarinnar um aðild að ESB.
Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39
Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01