Innlent

Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi

Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag.

Þetta þýðir að ríkisstjórnin er aðeins með þriggja manna meirihluta, 33 þingmenn styðja ríkisstjórnina og 30 er á móti. Þó er enn óljóst hvort þau Atli og Lilja hyggist styðja stjórnina áfram þrátt fyrir að hafa gengið úr þingflokknum.

Blaðamannafundur tvímenninganna var í beinni útsendingu á Vísi. Smellið á spilarann hér að ofan til að sjá upptökuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×