Enski boltinn

Þrettán ára strákur fékk bætur frá Reading vegna sölu Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfa Þór Sigurðsson í leik með Reading á móti Liverpool.
Gylfa Þór Sigurðsson í leik með Reading á móti Liverpool. Mynd/AFP
Jon McGhee, þrettán ára enskur strákur frá Middlesbrough sat eftir með sárt ennið þegar Reading seldi íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson til þýska liðsins Hoffenheim síðasta haust. Reading Post skrifaði um málið og það að faðir hans fékk félagið til að endurgreiða stráknum sínum.

Jon McGhee var nefnilega nýbúinn að kaupa sér treyju Gylfa með afmælispeningunum sínum og borgaði fyrir það 42 pund. Þegar Reading seldi Gylfa nokkrum mánuðum síðar vildi strákurinn frá endurgreiðslu en félagið neitaði að borga honum til baka. Jon fékk fékk því pabba sinn, James McGhee, til þess að kæra enska félagið.

Rök þeirra feðga voru þau að Gylfi var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning og það benti allt til þess að hann yrði áfram hjá félaginu enda hafi öll skilaboð frá félaginu verið í þá áttina.

Reading ákvað á endanum að útkljá málið utan réttarsalsins og borga stráknum 72 pund. Forráðamenn Reading gáfu þá skýringu að það hefði verið miklu minna vesen að klára málið á þennan hátt í stað þess að draga það í gegnum réttarsal upp í Middlesbrough.

Reading-menn segja jafnframt að þetta mál sé einsdæmi og að félagið beri ekki ábyrgð á því þótt að stuðningsmenn félagsins fjárfesti í treyjum leikmanna sem eru síðan seldir skömmu síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×