Fótbolti

Hitzfeld áfram með Sviss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnusamband Sviss og verður áfram landsliðsþjálfari fram yfir HM 2014.

Hitzfeld er þýskur og náði á sínum tíma góðum árangri með Borussia Dortmund og Bayern München. Hann kom liði Sviss á HM í fyrra eftir að hafa tekið við liðinu tveimur árum áður.

Sviss hefur þó ekki byrjað nógu vel í undankeppni EM 2012 og unnið aðeins einn leik af þremur til þessa.

Gamli samningur Hitzfeld náði fram yfir lokakeppni EM sem fer fram í Póllandi og Úkraínu en nú hefur verið ákveðið að hann muni stýra liðinu einnig fram yfir HM í Brasilíu, komist liðið þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×