Enski boltinn

Heiðar enn sjóðheitur og skoraði bæði í 2-1 sigri QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar fagnar öðru marka sinna í dag.
Heiðar fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson heldur áfram að gera það gott í ensku B-deildinni en í dag skoraði hann bæði mörkin í 2-1 sigri QPR á Crystal Palace.

Heiðar kom sínum mönnum yfir á 20. mínútu en James Vaughan jafnaði metin fyrir Palace 20 mínútum síðar.

Patrick McCarthy fékk svo að líta rauða spjaldið á 53. mínútu fyrir að brjóta á Adel Taarabt, félaga Heiðars í sókn QPR. Heiðar fór á punktinn og skoraði af öryggi, 2-1.

Það reyndist sigurmark leiksins og er QPR á toppi deildarinnar með 73 stig, tíu stigum á undan Swansea og Norwich sem eru í 2.-3. sætinu.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry sem tapaði fyrir Hull, 1-0, á heimavelli.

Coventry er án sigurs í síðustu fimm leikjum sínum og er liðið nú í nítjánda sæti deildarinnar, sjö stigum frá fallsæti.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Huddersfield sem vann 1-0 sigur á Bristol Rovers á útivelli í ensku C-deildinni.

Huddersfield er í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Brighton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×