Enski boltinn

Marveaux líklega á leiðinni til Liverpool

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sylvain Marveaux í leik með Rennes í vetur.
Sylvain Marveaux í leik með Rennes í vetur. Nordic Photos/Getty Images
Allt bendir til þess að franski miðvallaleikmaðurinn Sylvain Marveaux gangi til liðs við Liverpool frá franska liðinu Rennes í sumar. Samningur Marveaux við Rennes rennur út í sumar og því getur hann farið á frjálsri sölu til Liverpool.

Þessi 24 ára leikmaður hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu en hefur einnig verið orðaður við Newcastle United. Nú virðist sem að Liverpool sé í bílstjórasætinu á að næla í þennan fyrrum U-21 landsliðsmanni Frakka.

„Ég er mjög nálægt því að ná samkomulagi við Liverpool um að ganga til liðs við félagið,“ sagði Marveaux við breska blaðið The People.

Marveaux hefur leikið allan ferilinn með Rennes sem er í harðri baráttu um franska meistaratitilinn. Hann leikur á vinstri kantinum hjá liðinu og hefur skorað eitt mark í frönsku deildinni í vetur. Marveaux er nú að jafna sig á meiðslum og mun ekki leika meira með Rennes á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×