Enski boltinn

Í beinni: Stoke - West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermaine Pennant og Wayne Bridge eigast við í leik liðanna um síðustu helgi.
Jermaine Pennant og Wayne Bridge eigast við í leik liðanna um síðustu helgi. Nordic Photos / Getty Images
Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Stoke City og West Ham í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar en leikurinn hefst klukkan 14.00.

Bolton og Manchester United komust í undanúrslit keppninnar í gær en hinir tveir leikir fjórðungsúrslitanna fara fram í dag. Síðar í dag, klukkan 16.45, eigast við Manchester City og Reading.

Þessi sömu lið mættust um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni og vann þá West Ham 3-0 sigur. West Ham er þó enn í fallsæti í deildinni en liðið er í átjánda sætinu með 31 stig. Stoke er í tólfta sæti með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×