Fótbolti

Ísland í riðli með Noregi í undankeppni EM 2013

Hallbera Gísladóttir fagnar hér marki sem hún skoraði gegn Bandaríkjunum á Algarve mótinu á dögunum.
Hallbera Gísladóttir fagnar hér marki sem hún skoraði gegn Bandaríkjunum á Algarve mótinu á dögunum. AFP
Dregið var í riðla fyrir EM 2013 í knattspyrnu kvenna í dag og er íslenska liðið með Noregi, Belgíu, Ungverjalandi, Norður-Írlandi og Búlgaríu í riðli. Ísland hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni EM en það var í Finnlandi árið 2009.

Alls eru 38 lið sem taka þátt og var liðunum skipt í sjö riðla. Þar af eru þrír riðlar með sex liðum og fjórir riðlar eru með fimm liðum. Lokakeppnin fer fram í Svíþjóð og komast 11 lið í úrslitakeppnina ásamt Svíum.

Riðlakeppnin hefst í september á þessu ári. Sigurvegararnir úr hverjum riðli komast í úrslit ásamt þeim liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Úrslitin úr leikjum gegn liðunum sem enda í sjötta sæti í riðli 1., 2. og 3. eru ekki tekin með í reikninginn.

Þjóðverjar hafa titil að verja á EM en Evrópumeistarar síðustu fimm keppna eru í riðli með Spánverjum.

Riðlarnir:

1. riðill: Ítalía, Rússland, Pólland, Grikkland, Makedónía, Bosnía.

2. riðill: Þýskaland, Spánn, Sviss, Rúmenía, Tyrkland, Kasakstan.

3. riðill: Noregur, Ísland, Belgía, Ungverjaland, Norður-Írland, Búlgaría.

4. riðill: Frakkland, Skotland, Írland, Wales, Ísrael.

5. riðill: Finnland, Úkraína, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Eistland.

6. riðill: Englandi, Holland, Slóvenía, Serbía, Króatía.

7. riðill: Danmörk, Tékkland, Austurríki, Portúgal, Armenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×