Enski boltinn

Gerrard líður vel eftir aðgerðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard í leik með Liverpool.
Steven Gerrard í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard sé nú þegar byrjaður í endurhæfingu eftir að hann gekkst undir aðgerð vegna nárameiðsla í síðustu viku.

Gerrard var búinn að vera að glíma við meiðslin í rúman mánuð og var ekki lengur undan því komist að senda hann í aðgerð. Hann verður frá næstu fjórar vikurnar vegna þessa.

„Steven fór í aðgerðina og honum líður vel," sagði Dalglish. „Hann er nú þegar byrjaður í endurhæfingunni."

Liverpool mætir næst Braga frá Portúgal í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum UEFA deildarinnar en Braga vann fyrri leikinn á heimavelli, 1-0. Sá síðari verður í Liverpool á fimmtudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×