Íslenski boltinn

Rauði baróninn útilokar ekki að snúa aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garðar Örn gæti klæðst svarta búningnum á nýjan leik.
Garðar Örn gæti klæðst svarta búningnum á nýjan leik.
Stórdómarinn fyrrverandi, Garðar Örn Hinriksson, útilokar ekki að rífa fram flautuna á nýjan leik og mæta aftur út á knattspyrnuvöllinn.

Garðar Örn lagði flautuna á hilluna fyrir rúmu ári síðan en sú ákvörðun kom mörgum á óvart enda var Garðar þá enn einn af okkar bestu dómurum.

Það hefur kvarnast úr hópi reynslumikilla dómara síðustu ár og nú síðast var Jóhannes Valgeirsson lagður til hliðar af dómaranefnd KSÍ.

"Ég get alveg viðurkennt að það kitlar mig svolítið að koma aftur. Ég get ekki neitað því," sagði Garðar í spjalli við Vísi í dag en hann var einn vinsælasti, og jafnframt umdeildasti, dómari landsins um árabil.

"Ég útiloka ekki neitt en er samt ekki í neinu formi sem stendur."

Garðar Örn þótti nokkuð spjaldaglaður og gekk meðal annars undir viðurnefninu Rauði baróninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×