Fótbolti

Bin Hammam ætlar að bjóða sig fram gegn Blatter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Mohammed Bin Hammam, forseti Knattspyrnusambands Asíu, hefur staðfest að hann muni bjóða sig fram gegn Sepp Blatter í kjöri til forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í júní næstkomandi.

Blatter hefur verið forseti FIFA síðan 1998 og er nú að sækjast eftir sínu fjórða kjörtímabili. Bin Hammam er sá fyrsti sem tilkynnir mótframboð gegn Blatter nú.

Bin Hammam staðfesti þetta í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. „Þetta er rétti tíminn til að bjóða sig fram. Ég hef alltaf sagt að samkeppni og breytingar séu af hinu góða fyrir hvaða stofnun sem er."

„Blatter er mjög reyndur og hefur lagt sitt af mörkum til heimsknattspyrnunnar. En ég tel að allt eigi sér sín tímamörk," sagði Bin Hammam.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×