Fótbolti

AZ Alkmaar snéri leiknum við í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson,
Kolbeinn Sigþórsson, Mynd/AFP
AZ Alkmaar vann 3-1 sigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá AZ.

Kolbeinn spilaði allan leikinn en Jóhann Berg var tekinn útaf í háfleik þegar Vitesse var 1-0 yfir.

Öll þrjú mörk AZ í leiknum komu á síðasta hálftímanum en mörkin skoruðu þeir Pontus Wernbloom, Simon Poulsen og Maarten Martens.

AZ Alkmaar er í 4. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Ajax sem er í 3. sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×