Íslenski boltinn

Sjö rauð spjöld í leik Vals og Fram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var heldur betur heitt í kolunum í Egilshöllinni í gærkvöld þegar Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Lengjubikarnum. Það var tekist svo fast á að rauða spjaldinu var lyft sjö sinnum.

Sigurhjörtur Snorrason dómari rak fimm leikmenn liðanna af velli og báða aðstoðarþjálfarana. Brjálað að gera.

Leikmenn voru ekki að auðvelda vinnudaginn fyrir Sigurhirti og því þeir hreinlega slógust inn á vellinum.

Hægt er að sjá frétt Hans Steinars Bjarnasonar frá því í kvöld með því að smella á "horfa á myndskeið með frétt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×