Enski boltinn

Drogba ætlar ekki að fara frá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Didier Drogba segist hafa allt sem hann þrái hjá Chelsea og að það sé lítið til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni burtu af Stamford Bridge í sumar. Drogba hefur "bara" skorað 10 mörk á tímabilinu og hefur verið varmaður í nokkrum leikjum síðan að félagið keytpi Fernandi Torres frá Liverpool.

Chelsea keypti Didier Drogba frá Marseille fyrir 24 milljónir punda árið 2004 en franska liðið hefur mikinn áhuga á að fá þennan 32 ára sóknarmann aftur til sín. Það hefur einnig verið skrifað um hugsanleg skipti Chelsea og Real Madrid á þeim Drigba og Kaka en samkvæmt viðtali við leikmanninn sjálfan verður hann áfram á Brúnni.

„Ég er hjá frábæru félagi, með frábæra liðsfélaga og hér er fjölskyldan mín ánægð," sagði Didier Drogba. „Fyrir nokkrum árum hefði ég sagt að mig dreymdi um að spila með AC Milan, Real eða Manchester United en ég finni ekki fyrir neinni slíkri löngun í dag. Ég er sáttur hjá einu af bestu félögunum í heimi," sagði Drogba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×