Enski boltinn

Henry vill komast aftur inn í Arsenal-fjölskylduna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thierry Henry, markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi og núverandi leikmaður New York Red Bulls í Bandaríkjunum, segir að tengsl hans við Arsenal séu alltaf jafnsterk og að hann hafi alltaf jafngaman af því að koma í heimsókn.

„Ég elska þetta félag en því miður þurfti ég að fara vegna ástæðna sem ég hef oft talað um áður. Ég fór frá Arsenal en ég yfirgaf samt aldrei félagið," sagði Thierry Henry.

„Í hvert skipti sem ég kem aftur þá finnst mér að ég sá að koma aftur heim. Þetta er stór fjölskylda og ég er nú orðinn stuðningsmaður félagsins," sagði Henry.

„Ég þekki tilfinninguna að vinna Manchester United og ég þekki það hvað það þýddi fyrir stuðningsmennina að spila á móti Tottenham. Maður lærir það ekki á einu eða tveimur árum. Þú þarf að lifa fyrir Arsenal til þess að skilja það fullkomlega," sagði Henry.

„Það væri gaman að fara aftur til Arsenal og ég vona að ég geti komist þangað aftur. Ég elska Arsenal og vil hjálpa félaginu eins mikið og ég get því það gaf mér svo mikið," sagði Henry.

„Það verður erfiður tími fyrir Arsenal þegar Arsene hættir og ég veit ekki hver getur komið í staðinn. Það verður erfitt að fara í fótspor hans. Dennis Bergkamp, Patrick Vieira og Tony Adams tóku allir þátt í að breyta félaginu og ég er viss um að þeir eru líka allir tilbúnir að koma aftur og hjálpa til," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×