Enski boltinn

Mancini vill fá meira frá Balotelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Man. City, vill fá meira frá hinum tvítuga Mario Balotello og hefur skorað á hann að stíga upp í hinum mikilvægu leikjum sem eru fram undan.

Balotelli þykir hafa staðið sig vel með City og skoraði 9 mörk í 14 leikjum en Mancini vill meira.

"Ég ætlast til meira af honum. Hann getur betur. Hann skoraði frábært mark á sunnudag en hefði í kjölfarið átt að vinna betur fyrir liðið. Það er mikilvægt að allir leikmenn sinni varnarskyldu fyrir liðið," sagði Mancini.

"Stundum spila menn ekki vel. Það er eðlilegt, líka fyrir Mario. Þá skiptir líka máli að hafa hugarfarið í lagi. Mínir leikmenn verða að skilja hvað næsti mánuður skiptir miklu máli og getur breytt miklu fyrir okkar framtíð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×