Enski boltinn

Pepe Reina lofar því að bæta sinn leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe Reina, markvörður Liverpool, fær á sig mark á móti West Ham.
Pepe Reina, markvörður Liverpool, fær á sig mark á móti West Ham. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pepe Reina, markvörður Liverpool, hefur lofað því að bæta sinn leik eftir slakan leik sinn á móti West Ham á Upton Park um helgina. Liverpool tapaði leiknum 3-1 en Reina hafði haldið marki sínu hreinu í sex af sjö leikjum þar á undan.

„Þú mátt ekki gera neina mistök ef þú ætlar að halda markinu hreinu. Ég gerði nokkur mistök á sunnudaginn og var mjög óánægður með mína frammistöðu," sagði Pepe Reina.

„Ég ætla ekki að fela mig á bak við liðsfélaga mína. Ég var lélegur og ég þarf að viðurkenna það og læra af mistökunum," sagði Reina.

Pepe Reina hefur fengið á sig 35 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og spænski markvörðurinn hefur náð því að halda hreinu í 10 af þessum 28 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×