Enski boltinn

Torres tilbúinn að spila hvar sem er

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres hefur ekki skorað á fyrstu 317 mínútunum í Chelsea-búningnum.
Fernando Torres hefur ekki skorað á fyrstu 317 mínútunum í Chelsea-búningnum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fernando Torres hefur sagt Carlo Ancelotti að hann sé tilbúinn að spila hvar sem er í sókninni hjá Chelsea. Torres hefur ekki skorað mark í fyrstu fjórum leikjum sínum með Chelsea en hann hefur bæði spilað við hlið Nicolas Anelka og Didier Drogba í þessum leikjum.

„Það er mikilvægt að læra inn á leikstíl liðsins sem þú ert í og hvernig hlutverk þitt á að vera innan liðsins. Það tekur alltaf tíma að átta sig á þessu," sagði Fernando Torres.

„Ég tel að um leið og maður kemst yfir þessa byrjunarerfiðleika þá verður allt miklu auðveldara. Það sem er mikilvægast er að hafa nokkra möguleika opna," sagði Torres.

„Öll lið hafa mismundandi leikkerfi, þau geta spilað með einn, tvo eða þrjá menn frammi. Þú þarf því að vera tilbúinn að spila einn upp á topp, með öðrum framherja eða með tvo leikmenn sitt hvorum meginn við þig," sagði Torres.

„Ef þú vilt vera góður sóknarmaður þá þarftu að geta spilað í öllum fyrrnefndum kringumstæðum. Ég er viss um að ég mun spila allar þessar stöður hjá Chelsea. Ég er líka tilbúinn í það spila þar sem að stjórinn vill að ég verði en ég veit líka að samkeppnin hér er hörð," sagði Torres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×