Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2011 08:00 Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran leik fyrir Ísland í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. Svíþjóð er í fjórða sætinu á heimslista FIFA en Ísland hefur aldrei fyrr unnið svo hátt skrifað lið. Þetta er jafnfram fyrsti sigur Íslands á Svíþjóð í tíu tilraunum en þegar þessi lið áttust við á sama móti í fyrra unnu Svíar 5-1 sigur. Svíar eru þar að auki aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem komu sér í gegnum undankeppnina fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í sumar. „Þetta var frábær sigur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. „Þetta var vel spilaður leikur af okkar hálfu. Leikmenn lögðu mikið á sig og sýndu mikla baráttu og ákveðni til að halda þetta út og ná sigrinum." Sex mánuðir eru síðan að landsliðið kom síðasta saman. „Við náðum tveimur æfingum fyrir þennan leik og einum liðsfundi. Það sýndi sig í upphafi leiksins enda voru þær svolítið ryðgaðar og fengu á sig mark snemma. En við unnum okkur vel inn í leikinn eftir það, voru skiplögð og gáfum fá færi á okkur." Hann hrósaði Margréti Láru sérstaklega en hún hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna þrálátra meiðsla. „Ég hef ekki séð hana spila jafn vel í nokkur ár. Það er í raun allt annað að sjá til hennar. Hún hefur unnið vel úr sínum meiðslum og ég tel að fáir leikmenn hafi hlupið meira en hún í dag. Markið sem hún skoraði var mjög gott. Hún þefaði færið uppi og kláraði það upp á eigin spýtur. Það er frábært að sjá hana í sínu gamla formi á ný," sagði landsliðsþjálfarinn. Staðan í hálfleik var 1-1 en Katrín kom Íslandi yfir á 54. mínútu af miklu harðfylgi eftir aukaspyrnu Eddu Garðarsdóttur inn í teig. „Eftir það var það bara spurning um að halda einbeitingunni í lagi, berjast, tala saman og halda þetta út. Ég skipti fjórum varamönnum inn á en það skipti engu máli því allir sem fengu tækifæri í dag nýttu það mjög vel. Það er sjaldgæft að vinna svo sterkt lið eftir að hafa lent undir og ég tel líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem það gerist síðan ég tók við liðinu. Ég er virkilega stoltur og ánægður með stelpurnar." Sigurður Ragnar segir að Svíar hafi verið með sitt sterkasta lið í leiknum. „Svíar eru að undirbúa sig fyrir HM í sumar en vantaði tvo leikmenn sem eru meiddir. Það vantaði einnig leikmenn í okkar lið, svo sem Hólmfríði Magnúsdóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. En það var fyrst og fremst liðsheildin sem var sterk í dag og stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar. Þetta er reynslumikill hópur sem hefur spilað mikið saman undanfarin ár. Það skilaði sér vel í þessum leik þar sem við höfðum lítinn tíma til að undirbúa okkur. Við höfum haldið í okkar leikskipulag sem leikmennirnir þekkja út og inn." Á morgun mætir Ísland liði Kína sem tapaði í gær fyrir Dönum, 1-0. „Það verður skemmtilegt að mæta Kínverjum. Við unnum þær, 4-1, árið 2007 en höfum einnig tapað fyrir þeim á þessu móti. Báðir leikirnir voru jafnir enda liðin jöfn að styrkleika. Vonandi náum við góðum úrslitum og þar með tryggja okkur sterkan andstæðing úr hinum riðlinum í lokaleik okkar hér." Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. Svíþjóð er í fjórða sætinu á heimslista FIFA en Ísland hefur aldrei fyrr unnið svo hátt skrifað lið. Þetta er jafnfram fyrsti sigur Íslands á Svíþjóð í tíu tilraunum en þegar þessi lið áttust við á sama móti í fyrra unnu Svíar 5-1 sigur. Svíar eru þar að auki aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem komu sér í gegnum undankeppnina fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í sumar. „Þetta var frábær sigur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. „Þetta var vel spilaður leikur af okkar hálfu. Leikmenn lögðu mikið á sig og sýndu mikla baráttu og ákveðni til að halda þetta út og ná sigrinum." Sex mánuðir eru síðan að landsliðið kom síðasta saman. „Við náðum tveimur æfingum fyrir þennan leik og einum liðsfundi. Það sýndi sig í upphafi leiksins enda voru þær svolítið ryðgaðar og fengu á sig mark snemma. En við unnum okkur vel inn í leikinn eftir það, voru skiplögð og gáfum fá færi á okkur." Hann hrósaði Margréti Láru sérstaklega en hún hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna þrálátra meiðsla. „Ég hef ekki séð hana spila jafn vel í nokkur ár. Það er í raun allt annað að sjá til hennar. Hún hefur unnið vel úr sínum meiðslum og ég tel að fáir leikmenn hafi hlupið meira en hún í dag. Markið sem hún skoraði var mjög gott. Hún þefaði færið uppi og kláraði það upp á eigin spýtur. Það er frábært að sjá hana í sínu gamla formi á ný," sagði landsliðsþjálfarinn. Staðan í hálfleik var 1-1 en Katrín kom Íslandi yfir á 54. mínútu af miklu harðfylgi eftir aukaspyrnu Eddu Garðarsdóttur inn í teig. „Eftir það var það bara spurning um að halda einbeitingunni í lagi, berjast, tala saman og halda þetta út. Ég skipti fjórum varamönnum inn á en það skipti engu máli því allir sem fengu tækifæri í dag nýttu það mjög vel. Það er sjaldgæft að vinna svo sterkt lið eftir að hafa lent undir og ég tel líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem það gerist síðan ég tók við liðinu. Ég er virkilega stoltur og ánægður með stelpurnar." Sigurður Ragnar segir að Svíar hafi verið með sitt sterkasta lið í leiknum. „Svíar eru að undirbúa sig fyrir HM í sumar en vantaði tvo leikmenn sem eru meiddir. Það vantaði einnig leikmenn í okkar lið, svo sem Hólmfríði Magnúsdóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. En það var fyrst og fremst liðsheildin sem var sterk í dag og stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar. Þetta er reynslumikill hópur sem hefur spilað mikið saman undanfarin ár. Það skilaði sér vel í þessum leik þar sem við höfðum lítinn tíma til að undirbúa okkur. Við höfum haldið í okkar leikskipulag sem leikmennirnir þekkja út og inn." Á morgun mætir Ísland liði Kína sem tapaði í gær fyrir Dönum, 1-0. „Það verður skemmtilegt að mæta Kínverjum. Við unnum þær, 4-1, árið 2007 en höfum einnig tapað fyrir þeim á þessu móti. Báðir leikirnir voru jafnir enda liðin jöfn að styrkleika. Vonandi náum við góðum úrslitum og þar með tryggja okkur sterkan andstæðing úr hinum riðlinum í lokaleik okkar hér."
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira