Enski boltinn

Dalglish vill ekkert segja um Carroll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish og Andy Carroll.
Kenny Dalglish og Andy Carroll. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vill ekkert láta hafa eftir sér um það hvort Andy Carroll verði með á móti Manchester United á sunnudaginn eða hvort að Liverpool-stuðningsmenn þurfi að bíða lengur eftir að hann leiki sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Carroll hefur verið að æfa með liðinu en hann hefur verið að glíma lærmeiðsli. Liverpool keypti hann fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle á lokadegi félagsskiptagluggans.

„Það er ekki enn ljóst hverjir verða klárir í þennan leik og þar á meðal er Andy Carroll," sagði Kenny Dalglish á blaðamannafundi í dag.

„Andy er á góðri leið á æfingunum en við erum ekki vissir um hvort að hann sé klár í það að spila alveg strax. Við erum samt mjög ánægðir með það hvernig gengur hjá honum," sagði Dalglish.

„Allt sem hann hefur gert hingað til hefur sýnt okkur að hann hefur mikla hæfileika. Ég er samt viss um að Fergie vildi fá að vita hvort að Carroll verði með a´sunnudaginn eða ekki," sagði Dalglish að lokum í léttum tón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×