Enski boltinn

Lampard viðurkennir ofsaakstur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lampard fór fullgreitt á Range Rovernum-sínum.
Lampard fór fullgreitt á Range Rovernum-sínum.
Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur játað sig sekan af því að hafa ekið allt of hratt í mars síðastliðnum.

Lampard var tekinn á 146 km/h þar sem löglegur hámarkshraði er 80 km/h.

Lampard hafði ekki fyrir því að mæta í dómssal en faxaði inn játningu. Hann hafði áður neitað sök í málinu.

Væntanlega verður dæmt í málinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×