Enski boltinn

Newcastle vill fá Riise

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Arne Riise.
John Arne Riise.
Svo gæti farið að Norðmaðurinn John Arne Riise verði kominn aftur í enska boltann á næstu leiktíð.

Alan Pardew, stjóri Newcastle, óttast að Jose Enrique yfirgefi félagið í sumar og þarf því nýjan mann í hans stað.

Þar horfir Pardew fyrst og fremst til Riise sem þekkir vel til í enska boltanum eftir árin hjá Liverpool.

Riise spilar með Roma á Ítalíu og hefur átt misjöfnu gengi að fagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×