Enski boltinn

Carrick hjá United til 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michael Carrick framlengdi í gær samning sinn við Manchester United til loka tímabilsins 2014.

Carrick kom til United árið 2006 frá Tottenham en hann hóf feril sinn hjá West Ham.

Hann hefur þó ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu til þessa en nýtur lífsins engu að síður hjá United.

„Það er frábær andi í liðinu og ég er ánægður með að framtíð mín verður hjá þessu frábæra félagi," sagði Carrick í viðtali á heimasíðu United.

United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjögurra stiga forystu á Arsenal sem á leik til góða. Liðið tapaði þó fyrir Chelsea, 2-1, á mánudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×