Sigurður Ragnar: Getum unnið öll lið á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2011 18:26 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15
Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49