Enski boltinn

Yaya Toure kemur til varnar bróður sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yaya Toure og Kolo Toure.
Yaya Toure og Kolo Toure. Mynd/Nordic Photos/Getty
Yaya Toure, bróðir og liðsfélagi Kolo Toure hjá Manchester City, hefur tjáð sig um það að Kolo Toure hafi fallið á lyfjprófi. Yaya Toure segir að bróður sinn sé heill á geðsmunum og hafi því ekki tekið nein ólögleg lyf.

„Það er búið að skemma allt fyrir bróður mínum. Allt liðið finnur líka fyrir þessu því Kolo er mikilvægur fyrir okkur og einn af fyrirliðum liðsins. Við viljum því sjá fljóta lausn á þessu máli," sagði Yaya Toure í viðtali við The Sun.

„Við höfum allir fulla trú á Kolo og ég er hjá Manchester City fyrir tilstuðlan bróður míns. Það verður erfitt fyrir mig að spila í þessu liði án hans," sagði Yaya Toure.

„Kolo Toro er heill á geðsmunum og hann tók engin lyf sem eru ölögleg," sagði Yaya Toure en það hefur verið í fréttum að efnið sem fannst í sýni Kolo Toure sé kom til vegna þess að hann hafi verið að taka inn megrunpillur eiginkonu sinnar.

Kolo Toure gæti átt það á hættu að vera dæmdur í tveggja ára keppnisbann en hann er 29 ára gamall og því kominn inn á seinni hluta ferils síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×