Enski boltinn

Nasri: Arsenal verður enskur meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri
Samir Nasri Mynd/AP
Samir Nasri, franski miðjumaðurinn hjá Arsenal, telur að Arsenal sé í dag það lið sem eigi mesta möguleikana á því að verða enskur meistari í vor og ástæðan sé sú að liðið eigi eftir léttustu leikjadagskrána. Arsenal getur minnkað forskot Manchester United í eitt stig með sigri á Sunderland í dag.

„Þegar við mættum United á Old Trafford þá voru þeir ekki líkir sjálfum sér því þeir voru hræddir við okkur. Þeir spiluðu með þrjá varnartengiliði og reyndu að loka öllum leiðum," sagði Samir Nasri.

„Þeir vita það að við getum unnið þá. Við eigum meiri möguleika á að vinna ensku deildina en þeir því ég er fullviss um getuna í okkar liði. Okkur líður núna eins og við getum unnið ensku úrvalsdeildina," sagði Samir Nasri.

„Við erum með hagstæðustu leikjadagskránna því Manchester United á eftir að spila við Liverpool og Chelsea auk þess að koma síðan til okkar. Á síðasta tímabili vorum við sex eða sjö stigum á eftir Chelsea-liðinu sem var svo stöðugt," sagði Nasri.

„Ef við náum að minnka forskotið í eitt stig þá þurfa þeir að fara til Liverpool og spila pressuleik án Nemanja Vidic og Rio Ferdinand sem hafa verið svo sterkir í vörnninni. Það getur eitthvað gerst á Anfield því þessi lið hata hvort annað," sagði Nasri vongóður.

„Ef við vinnum síðan leikinn sem við eigum inni á móti Tottenham þá gætum við verið komnir á toppinn. Þess vegna segi ég að við getum unnið titilinn. Chelsea og Manchester United eru ekki eins sterk og áður og þetta er okkar tími," sagði Nasri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×