Birmingham tapaði 1-3 fyrir WBA á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2011 14:37 Peter Odemwingie og Youssuf Mulumbu fagna fyrsta marki leiksins. Mynd/Nordic Photos/Getty Nýkrýndir deildarbikarmeistarar Birmingham voru skotnir niður á jörðina þegar þeir töpuðu 1-3 á heimavelli á móti West Bromwich Albion í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Birmingham eftir sigurinn á Arsenal á Wembley í úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn og tapið getur verið þeim dýrkeypt í harðri fallbaráttu deildarinnar. West Bromwich vann þarna sinn fyrsta útisigur síðan í lok nóvember og lærisveinar Roy Hodgson komust tveimur stigum upp fyrir Birmingham í töflunni með þessum mikilvæga sigri. Hodgson var örugglega óhemju kátur enda allt annað en daglegt brauð að hans lið vinni á útivelli. Fyrri hálfleikurinn var steindauður en hlutirnir fóru að gerast í upphafi seinni hálfleiksins þegar bæði lið skoruðu með 79 sekúndna millibili. Peter Odemwingie kom inn á sem varamaður hjá West Brom í hálfleik og hann var búinn að leggja upp mark fyrir Youssuf Mulumbu eftir rúma mínútu. Það tók hinsvegar Birmingham skamma stund að jafna því Sílemaðurinn Jean Beausejour jafnaði í næstu sókn eftir sendingu frá Lee Bowyer. James Morrison kom West Brom aftur yfir á 58. mínútu með stórglæsilegu marki eftir að látið vaða af vítateigslínunni. David Bentley var síðan nærri því búinn að jafna leikinn í næstu sókn en Scott Carson varði vel frá honum. Odemwingie fékk síðan ótrúlegt dauðafæri á 68. mínútu til að innsiglað sigurinn þegar hann skaut yfir fyrir fram opið mark eftir að Chris Brunt átti skot í innanverða stöngina. Það kom þó ekki að sök því Paul Scharner skoraði þriðja markið fjórum mínútum síðar þegar hann skallaði inn fyrirgjöf James Morison eftir stutta hornspyrnu og sofandahátt í vörn Birmingham. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Nýkrýndir deildarbikarmeistarar Birmingham voru skotnir niður á jörðina þegar þeir töpuðu 1-3 á heimavelli á móti West Bromwich Albion í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Birmingham eftir sigurinn á Arsenal á Wembley í úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn og tapið getur verið þeim dýrkeypt í harðri fallbaráttu deildarinnar. West Bromwich vann þarna sinn fyrsta útisigur síðan í lok nóvember og lærisveinar Roy Hodgson komust tveimur stigum upp fyrir Birmingham í töflunni með þessum mikilvæga sigri. Hodgson var örugglega óhemju kátur enda allt annað en daglegt brauð að hans lið vinni á útivelli. Fyrri hálfleikurinn var steindauður en hlutirnir fóru að gerast í upphafi seinni hálfleiksins þegar bæði lið skoruðu með 79 sekúndna millibili. Peter Odemwingie kom inn á sem varamaður hjá West Brom í hálfleik og hann var búinn að leggja upp mark fyrir Youssuf Mulumbu eftir rúma mínútu. Það tók hinsvegar Birmingham skamma stund að jafna því Sílemaðurinn Jean Beausejour jafnaði í næstu sókn eftir sendingu frá Lee Bowyer. James Morrison kom West Brom aftur yfir á 58. mínútu með stórglæsilegu marki eftir að látið vaða af vítateigslínunni. David Bentley var síðan nærri því búinn að jafna leikinn í næstu sókn en Scott Carson varði vel frá honum. Odemwingie fékk síðan ótrúlegt dauðafæri á 68. mínútu til að innsiglað sigurinn þegar hann skaut yfir fyrir fram opið mark eftir að Chris Brunt átti skot í innanverða stöngina. Það kom þó ekki að sök því Paul Scharner skoraði þriðja markið fjórum mínútum síðar þegar hann skallaði inn fyrirgjöf James Morison eftir stutta hornspyrnu og sofandahátt í vörn Birmingham.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira