Enski boltinn

Arsenal náði bara markalausu jafntefli á móti Sunderland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Sunderland. Arsenal átti möguleika á að minnka forskot United í eitt stig með sigri en nú getur United náð sex stiga forskoti með sigri á Liverpool á morgun.

Arsenal var í stórsókn í seinni hálfleiknum en tókst ekki að brjóta vörn Sunderland á bak aftur. Marouane Chamakh komst næst því að skora þegar hann skallaði í slána og þá var mark dæmt af Andrey Arshavin vegna vafasamrar rangstöðu.

Bolton vann ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa sem komst tvisvar yfir í leiknum. Jussi Jaaskelainen varði víti frá Ashley Young þegar hann gat komið Aston Villa í 3-1 og í staðinn jafnaði Gary Cahill fimm mínútum síðar með sínu öðru marki í leiknum. Það var síðan Ivan Klasnic sem skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.







Mynd/AP
Bobby Zamora kom inn á sem varamaður og tryggði Fulham 3-2 sigur á Blackburn með marki úr vítaspyrnu þegar ein mínúta var til leiksloka. Damien Duff er sjóðheitur þessa dagana og hann kom Fulham tvisvar yfir en Blackburn náði að jafna í bæði skiptin. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leiknum.

Demba Ba skoraði í þriðja leiknum í röð og West Ham vann sinn annan leik í röð þegar liðið vann 2-0 sigur á Stoke á Upton Park. Ba kom West Ham í 1-0 á 21. mínútu og Manuel Da Costa bætti við öðru marki átta mínútum síðar. Thomas Hitzlsperger innsiglaði síðan sigurinn átta mínútum fyrir leikslok.

Phil Jagielka tryggði Everton 2-1 útisigur á Newcastle en Everton skoraði tvö mörk með fimm mínútna milliili í fyrri hálfleik eftir að Leon Best hafði komið Newcastle yfir.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:
Mynd/AP
Birmingham-West Bromwich 1-3

0-1 Youssuf Mulumbu (47.), 1-1 Jean Beausejour (48.), 1-2 James Morrison (58.), 1-3 Paul Scharner (72.)

Arsenal-Sunderland 0-0

Bolton-Aston Villa 3-2

0-1 Darren Bent (15.), 1-1 Gary Cahill (45.+2), 1-2 Marc Albrighton (64.), 2-2 Gary Cahill (74.), 3-2 Ivan Klasnic (86.)

Fulham-Blackburn 3-2

1-0 Damien Duff (37.), 1-1 Grant Hanley (46.), 2-1 Damien Duff (59.), 2-2 Junior Hoilett (65.), 3-2 Bobby Zamora, víti (89.)

Newcastle-Everton 1-2

1-0 Leon Best (23.), 1-1 Leon Osman (31.), 1-2 Phil Jagielka (36.)

West Ham-Stoke 3-0

1-0 Demba Ba (21.), 2-0 Manuel Da Costa (29.), 3-0 Thomas Hitzlsperger (82.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×