Enski boltinn

Hermann skoraði sigurmark Portsmouth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hermann Hreiðarsson tryggði Portsmouth 1-0 sigur á Sheffield United í ensku b-deildinni í dag og sá til þess að liðið hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins liðsins í röð.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth í sjöunda leiknum í röð og skoraði markið sitt á 24. mínútu með skoti úr markteignum eftir hornspyrnu frá David Cotterill.

Síðan að Hermann kom inn í liðið hefur Portsmouth hækkað sig úr 20. sæti deildarinnar upp í það ellefta en með sama áframhaldi fer liðið að eiga möguleika á því að komast í úrslitakeppnina um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var fyrsta mark Hermanns síðan að hann sleit hásin en hann hafði síðasta verið á skotskónum fyrir fimmtán mánuðum síðan í 2-0 sigri Portsmouth á Burnley í ensku úrvalsdeildinni 5. desember 2009.

Heiðar Helguson lék allan leikinn þegar Queens Park Rangers vann 1-0 sigur á Leicester og náði átta stiga forskoti á toppnum. Varamaðurinn Ishmael Miller skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn þegar Reading vann 5-2 sigur á Middlesbrough á heimavelli.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Coventry tapaði 1-4 á heimavelli á móti Bristol City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×