Morten Furuholmen: Sumir Vítisenglanna næstum með hreina sakaskrá Karen Kjartansdóttir skrifar 5. mars 2011 19:01 Íslensku Vítisenglarnir átta sem voru handteknir í Noregi í gær verða sendir aftur heim annað kvöld. Norskur lögfræðingur sem annast mál þeirra segir að illa sé farið með þá og mannréttindi þeirra séu brotin. Íslenskir Vítisenglarnir mættu til Noregs í gær til að vera viðstaddir formlega vígslu inn í Hells Angels samtökin. Þeir komust þó ekki langt því norksa lögreglan handtók þá á Gardemoen flugvelli og ákváðu norsk yfirvöld því næst að vísa þeim úr landi. Þótt mennirnir hefðu ekkert brotið af sér og samtök Vítisengla séu ekki skilgreind sem glæpasamtök eins og víða er gert. Mona Hertzenberg, lögreglustjóri rökstyður ákvörðunina þannig að miðað við þá dóma sem sumir mannanna hafi hlotið séu nægar vísbendingar til staðar til að álykta að koma mannanna sé líkleg til að að ógna friði í Noregi og því beri að vísa þeim úr landi. Mennirnir eru nú í haldi nálægt flugvellinum. Ekki náðist í foringja íslensku vítisenglanna Einar Marteinsson, en lögfræðingurinn Morten Furuholmen segir að sér finnist norsk yfirvöld mjög ósanngjörn í garð Íslendingana. „Það hefur verið komið mjög illa fram við þá í Noregi. Ég tel að handtaka þeirra og brottrekstur úr landinu sé brot á lögum," segir lögmaðurinn. Hann segist einkum ósáttur við að ekki sé fjallað um hvers manns fyrir sig heldur séu þeir allir settir undir einn hatt. En nú er það svo að flestir telja Vítisengla ekki neina fyrirmyndarborgara. „Vítisenglar er löglegur klúbbur og auðvitað eru þar innan um menn sem eru á sakaskrá. En það á ekki við um þá alla. Eftir því sem ég best veit eru sumir félaganna frá Íslandi næstum því ekki með neinn sakaferil," segir lögfræðingurinn að lokum. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Íslensku Vítisenglarnir átta sem voru handteknir í Noregi í gær verða sendir aftur heim annað kvöld. Norskur lögfræðingur sem annast mál þeirra segir að illa sé farið með þá og mannréttindi þeirra séu brotin. Íslenskir Vítisenglarnir mættu til Noregs í gær til að vera viðstaddir formlega vígslu inn í Hells Angels samtökin. Þeir komust þó ekki langt því norksa lögreglan handtók þá á Gardemoen flugvelli og ákváðu norsk yfirvöld því næst að vísa þeim úr landi. Þótt mennirnir hefðu ekkert brotið af sér og samtök Vítisengla séu ekki skilgreind sem glæpasamtök eins og víða er gert. Mona Hertzenberg, lögreglustjóri rökstyður ákvörðunina þannig að miðað við þá dóma sem sumir mannanna hafi hlotið séu nægar vísbendingar til staðar til að álykta að koma mannanna sé líkleg til að að ógna friði í Noregi og því beri að vísa þeim úr landi. Mennirnir eru nú í haldi nálægt flugvellinum. Ekki náðist í foringja íslensku vítisenglanna Einar Marteinsson, en lögfræðingurinn Morten Furuholmen segir að sér finnist norsk yfirvöld mjög ósanngjörn í garð Íslendingana. „Það hefur verið komið mjög illa fram við þá í Noregi. Ég tel að handtaka þeirra og brottrekstur úr landinu sé brot á lögum," segir lögmaðurinn. Hann segist einkum ósáttur við að ekki sé fjallað um hvers manns fyrir sig heldur séu þeir allir settir undir einn hatt. En nú er það svo að flestir telja Vítisengla ekki neina fyrirmyndarborgara. „Vítisenglar er löglegur klúbbur og auðvitað eru þar innan um menn sem eru á sakaskrá. En það á ekki við um þá alla. Eftir því sem ég best veit eru sumir félaganna frá Íslandi næstum því ekki með neinn sakaferil," segir lögfræðingurinn að lokum.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira