Enski boltinn

Mistök markvarðar Wigan færðu Manchester City þrjú stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ali Al Habsi sækir boltann í markið hjá sér.
Ali Al Habsi sækir boltann í markið hjá sér. Mynd/AP
Manchester City vann 1-0 sigur á Wigan í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni og styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum eftir toppliði Manchester United og fjórum stigum á eftir Arsenal sem er í 2. sætinu. City er nú með fimm stigum meira en Chelsea sem er í fjórða sætinu.

Frammistaða Manchester City á móti botnliðinu var þó ekki til að hrópa húrra fyrir enda var það á endanum algjört gjafamark sem skildi á milli liðanna. City-liðið hafði þó góð tök á leiknum en það vantaði bara talsvert upp á bitið í sóknarleiknum.

Í uppbótartíma fékk síðan Conor Sammon algjört dauðafæri til þess að jafna leikinn en skot hans fór rétt framhjá og City-menn sluppu með skrekkinn.

Spánverjinn David Silva skoraði sigurmarkið á 38. mínútu eftir skelfileg mistök Ali Al Habsi, markvarðar Wigan.  Skotið hjá Silva var laust og beint á Al Habsi en hann missti boltann í gegnum klofið á sér og í markið.

Þetta var fyrsti deildarsigur Manchester City liðsins í þremur leikjum en liðið hafði tapað fyrir Manchester United (1-2) og gert jafntefli við Fulham (1-1) í leikjunum á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×