Enski boltinn

Mancini tileinkaði Kolo Toure sigurinn á Wigan í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tileinkaði Kolo Toure  nauman sigur liðsins á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í aðdraganda leiksins kom í ljós að Kolo Toure hafði fallið á lyfjaprófi eftir að hafa stolist í megrunarpillur eiginkonunnar.

Mancini vildi ekki tala um lyfjaprófið en mærði miðvörðinn sem hefur spilað stórt hlutverk með Manchester City liðinu undanfarin tvö tímabil.

„Ég get aðeins sagt það að Kolo er fyrst og fremst frábær náungi sem er mikill fagmaður í fótboltanum," sagði Roberto Mancini og talaði ennfremur að Kolo Toure liði ekki vel.

„Þessi sigur er fyrir Kolo. Hann er að ganga í gegnum slæman tíma í sínu lífi en við elskum hann sem manneskju og sem leikmann," sagði Kolo Toure.

„Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum og fengum þrjú eða fjögur færi til þess að skora. Í seinni hálfleik vorum við þreytulegir," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×