Enski boltinn

Roy Hodgson: Ég var óheppinn hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, fyrrum stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, fyrrum stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Hodgson, stjóri West Brom, fagnaði góðum og sjaldgæfum útisigri í Birmingham í gær og tjáði sig síðan um tímann hjá Liverpool í útvarpsviðtali á BBC. Hodgson tók við Liverpool-liðinu í júlí 2010 en entist bara í starfinu fram í janúar eftir að liðið vann aðeins 7 af 20 deildarleikjum undir hans stjórn.

„Ég átti engum vandræðum með leikmennina. Þeir stóðu sig vel en við höfðum bara ekki heppnina með okkur," sagði Roy Hodgson.

„Ég naut tímans með leikmönnunum og ég er mjög ánægður að sjá að það sé búið að snúa við blaðinu og liðið er farið að ná góðum úrslitum," sagði Hodgson en Kenny Dalglish hefur komið með sigurandann aftur inn í Liverpool-liðið.

Hodgson stýrði Liverpool aðeins í 31 leik í öllum keppnum en enginn stjóri hefur staldrað jafn stutt við á Anfield. Þegar hann yfirgaf félagið hafði Liverpool ekki fengið jafnfá stig fyrir jól síðan 1953-54 tímabilið þegar liðið féll úr deildinni.

„Þrátt fyrir að það hafi gengið illa þá var ég aldrei í vafa um að liðið myndi vera aldrei neðra en í áttunda sæti. Sú spá mín er að rætast núna," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×