Enski boltinn

Carroll byrjar á bekknum hjá Liverpool á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir stórleikinn á Anfield í dag. Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Arsenal með sigri og stigið stórt skref í því að vinna nítjánda meistaratitilinn og bæta met sitt og Liverpool.

Manchester United hefur þegar unnið tvo leiki á móti Liverpool á þessu tímabili, liðið vann fyrri deildarleik liðanna 3-2 í september og sló Liverpool síðan út úr enska bikarnum í janúar sem var einmitt fyrsti leikur Liverpool undri stjórn Kenny Dalglish.

Andy Carroll byrjar á bekknum hjá Liverpool í dag en hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik með Liverpool. Martin Kelly er meiddur og Glen Johnson færir sig yfir í hægri bakvörðinn. Fabio Aurelio tekur stöðu Johnson í vinstri bakverðinum. Jamie Carragher og Martin Skrtel verða saman í miðri vörninni.

Dimitar Berbatov fær loksins tækifæri í byrjunarliðinu í stórleik hjá Manchester United og reynsluboltarnir Ryan Giggs og Paul Scholee eru báðir í byrjunarliðinu. Javier Hernandez þarf að sætta sig við að vera á bekknum. Wes Brown og Chirs Smalling eru í miðri vörninni.

Byrjunarliðin á Anfield í dag:Byrjunarlið Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Aurelio, Gerrard, Lucas, Kuyt, Meireles, Maxi, Suarez.

Varamenn: Gulacsi, Carroll, Cole, Kyrgiakos, Ngog, Spearing, Poulsen.



Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Rafael Da Silva, Smalling, Brown, Evra, Nani, Carrick, Scholes, Giggs, Berbatov, Rooney.

Varamenn: Kuszczak, Hernandez, Fabio Da Silva, O'Shea, Fletcher, Obertan, Gibson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×