Fótbolti

Celtic gjörsigraði Rangers í toppslagnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gary Hooper fagnar hér vel eftir að hafa skoraði í dag / Mynd: Getty Images
Gary Hooper fagnar hér vel eftir að hafa skoraði í dag / Mynd: Getty Images
Celtic vann sannfærandi sigur á Rangers í baráttunni um Skotland í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna í Celtic. Gary Hooper skoraði tvö mörk fyrir Celtic en Kris Kommons skoraði síðasta mark leiksins.



Stemmningin var rafmögnuð á Celtic Park þegar þessir erkifjendur mættust í dag, en fyrir leikinn höfðu Celtic átta stiga forskot á Rangers í toppbaráttunni.



Heimamenn í Celtic byrjuðu leikinn virkilega vel og það er ekki að ástæðulausu að liðið er á toppnum í skosku úrvalsdeildinni.



Eftir stundarfjórðung komst Celtic yfir þegar Gary Hooper lagði boltann snyrtilega í netið af stuttu færi.



Hooper var síðan aftur á ferðinni tíu mínútum síðar þegar hann kom Celtic í 2-0 eftir aðra snyrtilega afgreiðslu, en markið kom eftir fína fyrirgjöf frá Emilio Izaguirre.



Celtic hélt áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik og staðan var orðin 3-0 fyrir heimamenn á 70. mínútu en það var Kris Commons sem skoraði eftir skot utan af teigi, en markvörður Rangers hefði í raun átt að verja skotið.



Celtic vann því toppslaginn með þremur mörkum gegn engu og erum því komnir með 11 stiga forskot í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×