Fótbolti

Harry Redknapp: Modric fer ekki neitt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luka Modric í leik gegn Man. Utd. / mynd: Getty Images
Luka Modric í leik gegn Man. Utd. / mynd: Getty Images
Sterkur orðrómur fer um Bretlandseyjar að Manchester United sé að undirbúa tilboð upp á 35 milljóna punda í Luka Modric, leikmann Tottenham Hotspurs, en nú hefur Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, dregið af allan vafa um félagsskipti króatíska landsliðsmannsins.



„Ef við ætlum að vera samkeppnishæfir í toppbaráttunni og spila í Meistaradeildinni ár eftir ár þá verðum ég að halda þeim leikmannahópi sem ég er með í höndunum í dag. Modric er gríðarlega mikilvægur leikmaður í okkar liði og erfitt væri að fá einhvern í hans gæðaflokki í staðinn.“



„Modric verður ekki seldur þó svo að tilboð berist upp á 100 milljónir punda í leikmanninn,“ sagði Harry Redknapp.



Tottenham festi kaup á Luka Modric frá Dynamo Zagreb á 16 milljónir punda árið 2008.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×