Enski boltinn

Kia Joorabchain ætlar að reyna að koma Tevez í brasilíska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez fagnar marki með David Silva.
Carlos Tevez fagnar marki með David Silva. Mynd/AP
Kia Joorabchain hefur verið maðurinn á bak við öll stóru félagsskiptin hjá Argentínumanninum Carlos Tevez á undanförnum árum og nú er hann farinn að vinna í því að koma Tevez í brasilíska boltann.

Carlos Tevez er með samining hjá Mancheste City til ársins 2014 en það vakti mikla athygli fyrir áramót þegar Tevez óskaði eftir því að vera seldur frá félaginu. Forráðamönnum City tókst að leysa það mál en Joorabchain er greinilega staðráðinn að koma sínum manni frá City og til Suður-Ameríku.

Tevez er 27 ára gamall og hefur spilað í fjögur og hálft ár í ensku úrvalsdeildinni. Hann var fyrst hjá West Ham, svo hjá Manchester United og þaðan fór hann til Manchester City þar sem hann hefur farið á kostum.

„Ég ætla að hjálpa Corinthians að ná árangri. Ég get fullyrt það að Carlos Tevez væri ánægður með að fara aftur til Brasilíu og spila með Corinthians. Ég myndi óska þess að ganga frá þessum samningi sem fyrst en þetta tekur mig væntanlega nokkur ár," sagði Joorabchian.

Joorabchian ætlar einnig að taka þrjá aðra leikmenn til Brasilíu til þess að gera Corinthians að besta félaginu í Ameríku. Það eru þeir Anderson hjá Manchester United, Heurelho Gomes hjá Tottenham og Nilmar hjá Villarreal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×