Enski boltinn

Nasri fer ekki frá Arsenal fyrr en hann hefur unnið titil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri.
Frakkinn Samir Nasri hjá Arsenal hefur lagt allar samningaviðræður á hilluna fram á næsta sumar og segir að nú sé kominn tími til að vinna titil.

Nasri hefur verið í frábæru formi í vetur og einn besti leikmaður Arsenal í vetur. Spilamennska hans hefur orðið þess valdandi að fjölmiðlar hafa orðað leikmanninn við Barcelona meðal annars. Nasri ætlar þó ekki að fara fyrr en hann hefur unnið eitthvað með félaginu.

"Við ætlum ekki að ræða samningamál fyrr en eftir tímabilið. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kom til Arsenal var að vinna titla og ég mun ekki fara héðan fyrr en ég hef unnið eitthvað," sagði Nasri.

Leikmaðurinn sagðist vera upp með sér er hann heyrði af áhuga Barcelona en hann tæki slíkar fréttir aldrei alvarlega og er ánægður hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×