Enski boltinn

Reynt að kúga fé út úr eiginkonu Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kollu var ekki skemmt er það var reynt að kúga af henni fé.
Kollu var ekki skemmt er það var reynt að kúga af henni fé.
Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, lenti í óskemmtilegri reynslu á dögunum þegar þrír óvandaðir einstaklingar reyndu að kúga úr henni fé.

Þau komust yfir myndavél sem Coleen gleymdi á Black Eyed Peas tónleikum. Á vélinni voru myndir af syni þeirra hjóna, Kai.

Mennirnir sem stálu vélinni reyndu að selja bresku blöðunum myndirnar og settu sig síðan í samband við Coleen og reyndu að kúga út úr henni fé fyrir myndirnar.

Lögreglan er að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×