Enski boltinn

Real Madrid vill líka fá Rodwell

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jack Rodwell.
Jack Rodwell.
Það verður væntanlega hart barist um þjónustu Jack Rodwell, leikmanns Everton, næstu misserin en þrjú risalið vilja öll fá hann í sínar raðir.

Vitað var af áhuga beggja Manchester-liðanna og nú hefur það lekið út að Real Madrid vilji líka næla í strákinn efnilega.

José Mourinho, þjálfari Real, hefur fylgst grannt með stráknum síðustu tvö ár og hefur verið að senda njósnara sína á leiki Everton.

Rodwell er sjálfur sagður hafa mestan áhuga á því að fara til Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×